Douluþjónusta
Doula veitir þér samfelldan stuðning á meðgöngu, í fæðingu og eftir fæðingu. Doula hjálpar þér að verða vel undirbúin fyrir fæðinguna, að upplifa öryggi sama hvernig fæðingin verður, að taka ákvörðun um hvað er rétt fyrir þig, að upplifa nærveru og ró í fæðingunni og að hafa maka/fæðingarfélaga sem er betur meðvitaður um hlutverk sitt og gildi nærveru hans.
Hvað felst í douluþjónustunni?
Í douluþjónustu minni er fæðingarmarkþjálfunin innifalin og því um eflandi undirbúning að ræða að ræða fyrir jákvæðari og verkjaminni fæðingarupplifun. Douluþjónustan snýst þó fyrst og fremst um stuðning á meðgöngu, samfellda viðveru í fæðingunni og úrvinnslu og stuðning fyrst eftir fæðinguna. Þú hefur svo val um frekari þjónustu í sængurlegunni.
Douluþjónustan er sérsniðin að þínum þörfum og því um mjög persónulegan undirbúning fyrir þig og maka þinn/fæðingarfélaga að ræða sem ákvarðast af hvers konar stuðningi/undirbúningi og fræðslu þú/þið leitið eftir sem og aðstoð við að takast á við áskoranir sem fyrir eru eða upp kunna að koma.
Þið munuð læra inná saman hvað það er sem stýrir góðu fæðingarferli og hvernig þið hafið áhrif á það. Lærið fæðingaröndun og slökun og fleiri gagnleg bjargráð í fæðingunni. Fáið aðstoð við að útbúa fæðingarplan ef vill og við það að sjá fæðinguna fyrir ykkur eins og þið óskið og hvernig þið getið unnið að því t.a.m. með sjónsköpun, djúpslökun og andlegri og líkamlegri þjálfun.
Þessi þjónusta inniheldur:
- Kynningarhitting án skuldbindingar
- 4 – 5 hittinga á meðgöngu þar sem við vinnum úr þínum áskorunum fyrir fæðingunni og þjálfum upp færni sem hjálpar þér að eiga þína draumafæðingu. Hittingarnir eru mislangir eða frá einum og hálfum tíma uppí tvo og hálfan tíma, eftir viðfangsefnum. Í gegnum samveru okkar fer fram talsverð fræðsla og hagnýt upplýsingagjöf til að undirbúa ykkur og byggja upp sjálfstraust.
- Hljóð- og myndupptökur, djúpslakanir til að hlusta á, kort með sérvöldum jákvæðum staðhæfingum og rebozo til að styðja við móður á meðgöngunni og í fæðingunni.
- Aðgengi að mér og stuðning í gegnum allt ferlið – þar sem ég mun leitast við að hjálpa þér að skilja og vinna úr því sem upp kemur jafnóðum þannig að þú upplifir þig örugga og við stjörnvölinn í gegnum meðgönguna og fæðingarferlið þitt.
- Leiðsögn við að finna efni til eflingar fyrir þig.
- Ég er á vaktinni og viðbúin að koma með ykkur í fæðingu, í það minnsta frá 2 vikum fyrir og eftir áætlaðan fæðingardag.
- Samfelld viðvera þegar komið er að fæðingu, frá því að þið óskið að ég komi á svæðið þangað til barnið er fætt og allt er í góðum farvegi.
- 1 – 2 heimsóknir eftir fæðingu til að fara yfir fæðingarupplifunina og styðja þig fyrstu skrefin í nýju hlutverki með nýburann og með þig sem móður.
- Kveðjumst, nema auka sængurleguþjónustu eða markþjáflunar sé óskað.
Hvað segja fyrri viðskiptavinir um douluþjónustuna?
“Besta fjárfesting sem við gátum gert á okkar annari meðgöngu”
”Þjálfun Dagnýjar, stuðningur og undirbúningur skilaði sér svo sannarlega í magnaðri fæðingu”
”Gætum ekki mælt meira með Dagnýju”
”Dagný er ekki bara fróð, hún hefur yndislega nærveru og gefur mikið af sjálfri sér”
”Dagný hefur hjálpað pabbanum mikið að taka virkan þátt í fæðingunni”