Vilt þú persónulega fæðingarfræðslu heim í stofu eða koma í lítinn hóp? Vilt þú fæðingarfræðslu sem eykur líkur þínar á jákvæðri og verkjaminni fæðingarupplifun?
Vilt þú eflandi fæðingarmarkþjálfun sem hjálpar þér að takast á við áskoranir þínar og raungera þína draumafæðingu. Viltu persónulegan stuðning alla leið án viðveru í fæðingu?
Vilt þú samfelldan stuðning á meðgöngu, í fæðingu og fyrstu skrefin eftir fæðingu. Viltu fræðslu, andlegan og líkamlegan stuðning og upplifa öryggi, umhyggju og ró og hafa alltaf einhvern til að leita til?
Ýttu á hlekkinn hér fyrir neðan til að skoða úrval þjónustuleiða. Ýmsar styttri og lengri þjónustur í boði. Fyrir stærri þjónusturnar býðst þér að bóka frían kynningarfund án allra skuldbindinga, þar getur þú sagt mér frá þínum þörfum og óskum og/eða fengið upplýsingar um þjónusturnar sem eru í boði og mátað þær við þínar þarfir. Fyrir nána fæðingarsamvinnu er mikilvægt að finna hvort við eigum samleið!
Lærðu að eignast jákvæðari og verkjaminni fæðingarupplifun!
Hvernig eykur þú líkurnar á að eignast fæðingarupplifun sem þú getur minnst alla ævi með gleði í hjarta og sagt afkomendum jákvæða sögu af fæðingu sem auðveldar næstu kynslóðum að fara inn í fæðingu full af trú á eigin getu.
Hér getur þú óskað eftir fyrirlestrinum “Lærðu að eignast jákvæðari og verkjaminni fæðingarupplifun!” í þinn skóla, á þinn vinnustað eða í þinn bumbuhóp.