Dagný Erla

Fæðingarmarkþjálfi

Fæðingarmarkþjálfun

Þjálfun, fræðsla og stuðningur í fæðingarferli.

Vilt þú:

  • Fara inn í fæðingu barnsins þíns full af tilhlökkun, ró og trú á eigin getu? Laus við kvíða og hræðslu.
  • Fá stuðning við að láta drauma þína varðandi komandi fæðingu rætast?
  • Fá aðstoð við að takast á við það sem þér finnst áskorandi í fæðingarferlinu?
  • Þjálfun, skilning og stuðning sem stuðlar að auknum líkum á jákvæðri og verkjaminni fæðingarupplifun?        
  • Stuðning í gegnum andlegar áskorandir á meðgöngu, eftir fæðingu eða eftir missi.

Dagný Erla Vilbergsdóttir

Fæðingarfræðsla og þjálfun

Vilt þú persónulega fæðingarfræðslu heim í stofu eða koma í lítinn hóp? Vilt þú fæðingarfræðslu sem eykur líkur þínar á jákvæðri og verkjaminni fæðingarupplifun?

Fæðingarmarkþjálfun

Vilt þú eflandi fæðingarmarkþjálfun sem hjálpar þér að takast á við áskoranir þínar og raungera þína draumafæðingu. Viltu persónulegan stuðning alla leið án viðveru í fæðingu?

Douluþjónusta

Vilt þú samfelldan stuðning á meðgöngu, í fæðingu og fyrstu skrefin eftir fæðingu. Viltu fræðslu, andlegan og líkamlegan stuðning og upplifa öryggi, umhyggju og ró og hafa alltaf einhvern til að leita til?

Umsagnir

”Þjálfun Dagnýjar, stuðningur og undirbúningur skilaði sér svo sannarlega í magnaðri fæðingu"
Sandra & Kristinn
"Dagný hefur hjálpað pabbanum mikið að taka virkan þátt í fæðingunni"
Marie og Björn
”Dagný er ekki bara fróð, hún hefur yndislega nærveru og gefur mikið af sjálfri sér”
Brynja og Ragnar
”Gætum ekki mælt meira með Dagnýju”
Ásgerður & Grímur
”Besta fjárfesting sem við gátum gert á meðgöngunni"
Anaïs & Georg

Bóka þjónustu

Ýttu á hlekkinn hér fyrir neðan til að skoða úrval þjónustuleiða. Ýmsar styttri og lengri þjónustur í boði. Fyrir stærri þjónusturnar býðst þér að bóka frían kynningarfund án allra skuldbindinga, þar getur þú sagt mér frá þínum þörfum og óskum og/eða fengið upplýsingar um þjónusturnar sem eru í boði og mátað þær við þínar þarfir. Fyrir nána fæðingarsamvinnu er mikilvægt að finna hvort við eigum samleið!

Fæðingarskólinn

Lærðu að eignast jákvæðari og verkjaminni fæðingarupplifun! 

Hvernig eykur þú líkurnar á að eignast fæðingarupplifun sem þú getur minnst alla ævi með gleði í hjarta og sagt afkomendum jákvæða sögu af fæðingu sem auðveldar næstu kynslóðum að fara inn í fæðingu full af trú á eigin getu.  

Hér getur þú óskað eftir fyrirlestrinum “Lærðu að eignast jákvæðari og verkjaminni fæðingarupplifun!” í þinn skóla, á þinn vinnustað eða í þinn bumbuhóp.