Hómópatía
Hómópatía er heildræn lækningaaðferð þar sem hægt er að meðhöndla líkamleg, andleg og tilfinningaleg einkenni.
Heildræn meðferð
Hómópatía er heildræn einstaklingsmiðuð meðferð sem ætlað er að koma á jafnvægi sem virkjar eigin lækningamátt. Með hómópatíunni er unnt að vinna á hvaða einkennum eða kvillum sem upp kunna að koma, hvort heldur er líkamlegum, andlegum eða tilfinningalegum. Notuð eru hómópatalyf sem unnin eru úr náttúrulegum efnum og virka sem hvatar að því að koma á jafnvægi og ýta undir getu líkamans til að lækna sig sjálfur.
Kostir hómópatíu
Helsti kostur hómópatíunnar er að hægt er að stuðla að betri líðan jafnvel þótt einkenni séu ekki orðin afgerandi eða falli undir ákveðna sjúkdómsgreiningu. Einstaklingar með sömu sjúkdómsgreiningu fá einnig að öllum líkindum ekki sömu hómópataúrlausnina þar sem einstaklingarnir geta haft mismunandi einkenni þrátt fyrir sama sjúkdóm.
Hómópatían er náttúrulegur valkostur sem er án allra aukaefna og hentar því afar vel fyrir þá sem eru að undirbúa sig fyrir barneignir, fyrir barnshafandi konur, konur með barn á brjósti, ungabörn og börn, sem og alla aðra.
Ófrjósemi
Hómópatía er mild og áhrifarík leið til að koma jafnvægi á hormónabúskap og auka frjósemi. Hómópatían gagnast vel við að koma á betra líkamlegu og andlegu jafnvægi og auka líkur á getnaði, auk þess sem t.a.m. er hægt að ýta undir örvun á eggbúskap svo eitthvað sé nefnt.
Meðganga
Á meðgöngu er hómópatían mild og áhrifarík leið við hinum ýmsu kvillum; s.s. ógleði, þreytu, bjóstsviða, bjúg, bakverk, æðahnútum og gyllinæð. Hún getur sömuleiðis verið góð hjálp við andlegri vanlíðan; s.s. kvíða, hræðslu og depurð.
Fæðing
Í fæðingu getur hómópatían verið einstök og áhrifarík hjálp til að fæðingarferlið gangi betur og hægt er að meðhöndla jafnóðum þau einkenni sem upp koma.
Hægt er að fá fræðslu og remedíupakka til að hafa með í fæðingu og í sængurlegunni og viðskitpavinir í douluþjónustu geta valið að bæta við stuðningi með hómópatíu.
Sængurlega
Eftir fæðingu er hómópatían góð leið til að vinna úr álagi fæðingarinnar, líkamlegu, andlegu sem tilfinningalegu og til að koma líkamanum fljótt og vel í gott stand og styðja við móðurina. Hómóptaían er einnig góður valkostur ef upp koma brjóstabólgur, stálmi eða önnur einkenni. Ennfremur hefur hómópatían gagnast afar vel ef um fæðingarþunglyndi er að ræða.
Viðskiptavinir í sængurlegu- og/eða douluþjónustu geta valið að bæta við stuðningi með hómópatíu en eins er öllum heimilt að óska eftir slíkum stuðningi.
Börn
Börn sýna gjarnan skýr einkenni þegar ójafnvægi kemur upp, ef líkaminn ræður einhverra hluta vegna ekki við að leiðrétta þau sjálfur geta þau þróast út í sjúkdóma. Einkenni birtast sem viðbrögð við áreiti og álagi og eru merki um viðleitni líkamans til að ná aftur jafnvægi og heilsu. Með hómópatíunni vinnum við eftir einkennunum að því að koma aftur á fyrra jafnvægi og því mikilvægt að taka vel eftir einkennum sem barnið sýnir til að auðvelda val á remedíu/því hómópatalyfi sem hentar best hverju sinni. Algeng viðfangsefni eru t.a.m. kvef, eyrnabólgur, svefnvandkvæði, magakveisa/magaverkir, aðgerðir og áverkar og nánast hvað sem upp kann að koma.
Viðtal
Hómópatameðferð fer fram í viðtalsformi (möguleiki á fjarviðtölum).
Hómópatalyfin sem notuð eru kallast remedíur og eru unnin úr jurta-, steina- og dýraríkinu og eru unnin á ákveðinn hátt sem gerir þau eins virk og raun ber vitni. Til að finna hvaða úrlausn eða remedía hentar hverjum, er farið ítarlega yfir persónuleg einkenni viðkomandi, líkamleg, huglæg og tilfinningaleg og þannig heildræna sögu hans í gegnum ítarlegt viðtal.
Til að vinna með langvinn einkenni er miðað við að skuldbinda sig við þrjá mánuði að lágmarki, með mánaðarlegum hittingum og erum við í sambandi þann tíma og vinnum með ef einkenni koma upp þess á milli sem þarf að vinna úr.stu Remedíur eru innifaldar í þjónustunni.
Við bráðaeinkennum má panta stakt stutt viðtal.