Dagný Erla

Fæðingarmarkþjálfi

Fæðingarmarkþjálfun

  • Vilt þú öðlast trú á eigin getu í fæðingu og læra að vinna með líkama þínum og huga að friðsælli fæðingu án hræðslu og kvíða?  
  • Vilt þú að fæðingarfélagi þinn öðlist færni í að verða besti fæðingarstuðningurinn fyrir þig?
  • Vilt þú sem maki/fæðingarfélagi fara inn í fæðingu barnsins af öryggi og tilhlökkun vitandi hvað þú getur gert til að auðvelda ferlið.

Hvað er fæðingarmarkþjálfun?

Fæðingarmarkþjálfun er nokkurs konar einkaþjálfun í fæðingarundirbúningt út frá þínum áskorunum og óskum. Hún er þjálfun og stuðningur sem kemur þér alla leið af heilum hug með frábær verkfæri í farteskinu sem nýtast þér út lífið. 

Fæðingarmarkþjálfunin inniheldur einstaka fæðingarfræðslu fyrir þig og fæðingarfélaga þinn sem eflir þig í hvívetna og gefur fæðingarfélaganum kost á að verða frábær fæðingarfélagi og veitir ykkur báðum aukna vellíðan og öryggi.

Fæðingarmarkþjálfun margfaldar líkurnar á að þú farir inn í fæðinguna full af trú á eigin getu og eigir verkjaminni fæðingarupplifun, vel upplýst um allt ferlið með vel upplýstan fæðingarfélaga sem kann að sinna þínum þörfum í fæðingunni og reynslan verður enn dýrmætari fyrir ykkur bæði og samband ykkar.

Fyrir hverja er fæðingarmarkþjálfun?

Fæðingarmarkþjálfun er fyrir  þá sem geta ekki eða vilja ekki hafa auka manneskju með sér í fæðingunni sjálfri en vilja góðan alhliða stuðning, fræðslu og þjálfun á meðgöngunni, í aðdraganda fæðingar og fyrst eftir fæðinguna auk þess að hafa aðgengi að mér í gegnum allt ferlið. 

Þeir sem vilja einnig fæðingarfylgd/samfellda viðveru í fæðingunni, velja douluþjónustu. Einnig er möguleiki að bæta þeirri þjónustu við síðar í ferlinu ef ég er laus í kringum áætlaðan fæðingardag þar sem þeir sem eru í douluþjónustu hjá mér fara í gegnum það sem við förum í í fæðingarmarkþjálfun.

Þessi þjónusta inniheldur:

Stuðning alla leið gegnum stundirnar okkar, netsamskipti og tíma eftir fæðinguna þar sem farið er í gegnum fæðingarupplifunina og hugað verður vel að móður og hvort þörf er á frekari stuðningi. Þessi þjónusta er sérsniðin fyrir þá sem eru að leita að stuðningi við að takast á við eigin áskoranir fyrir komandi fæðingu og fá auk þess undirbúning og fræðslu sem eykur skilning á fæðingarferlinu og því hvernig þið getið tekist á við, ekki bara eigin áskoranir heldur hvert stig fæðingarinnar af öryggi. Útgangspunkturinn í allri þjálfuninni eru ykkar gildi og væntingar. Þjálfunin og stuðningurinn miðast alltaf út frá skoðunum ykkar og óskum en gefur ykkur frábær hagnýt verkfæri til að gera ykkur andlega og líkamlega tilbúin. Fáðu frían kynningarfund og upplýsingar um hvers konar verkfæri.

Þjálfunin samanstendur af:

6 fæðingarmarkþjálfunartímum sem skiptast í 4 – 5 tíma fyrir fæðingu og 1 -2 tíma eftir fæðingu þar sem:

  • Við vinnum að því að fá skýra sýn á þá fæðingarupplifun sem þú/þið viljið stefna að
  • Vinnum stöðugt að því með verkfærunum okkar að þið verðið andlega og líkamlega tilbúin í fæðingarvinnuna
  • Við finnum skrefin frá óskum þínum/ykkar til þess að takast það að ná markmiðinu/markmiðunum
  • Við finnum skrefin sem þú þarft að taka í samræmi við hverjar skoðanir þínar eru sem og innri sannfæring
  • Við setjum upp aðgerðaplan til þess að ná markmiðunum
  • Ég bendi á leiðir, veiti fræðslu og leiðbeini með æfingar
  • Þú færð allan minn stuðning og hvatningu til að hjálpa þér að ná markmiðum þínum

Einnig innifalið:

Net- og símasamband frá því samvinna byrjar en sér í lagi í kringum fæðinguna.

Punktar sendir eftir hvert viðtal um það sem við fórum yfir og tillögur að æfingum.

Myndbandsupptökur til að æfa eftir ef við á.

Efni, ábendingar og utanumhald til að stuðla að sem bestri líðan og heilsu á meðgöngu.

Hafðu samband eða bókaðu frían kynningarfund

Hlakka til að heyra þínar spurningar og óskir og gefa þér upplýsingar um hvað Þjónustan inniheldur. Áður en tekin er ákvörðun um hvort ég sé rétta manneskjan til að styðja ykkur getið þið einnig fengið frían kynningarhitting. Ef samvinna hefst er þjónustan svo alltaf sérsniðin að þínum/ykkar þörfum og óskum.

Ég er hér til að styðja þig og efla!

Fjárfestu í fæðingarupplifun þinni og fáðu góðan alhliða stuðning, fræðslu, eflingu og utanumhald.